Hönnun bleikjueldisstöðvar í Kanada
Árið 2005 voru stofnuð samtök í Kanada (Inter-provincial Partnership for Sustainable Freshwater Aquaculture Develpoment) sem höfðu það verkefni að þróa sjálfbært eldi í ferskvatni.
Tilgangur samtakanna er stefnumótun, koma í framkvæmd mikilvægum verkefnum, samhæfa vinnuna og sækja um fjármögnun. Innan samtakanna eru eldismenn, vísindamenn og stjórnsýslan. Nú þegar hafa verið gerðar fjórar framkvæmdaáætlanir og er hönnun eldisstöðvar með lengdarstraumskari (Canadian Model Aqua-Farm Initative) eitt af stóru verkefnunum.
Verkefnið hönnun á lengdastraumskari hófst með því að haldinn var vinnufundur árið 2007 þar sem m.a. var farið yfir kosti og ókosti lendarstraumskara og hringlaga kara. Við matið var lagt til viðmiðunar ákveðnir þættir og var niðurstaðan sú að þegar allt var tekið saman væru kostir hringlaga kara taldir meiri. Það var þó ákveðið að afla þyrfti frekari gagna áður en valið væri á milli lengdarstraumskara og hringlaga kara.
Eldisstöðin með lengdarstraumskarinu er nú í prufukeyrslu og jafnframt hefur verið ákveðið í fjórðu framkvæmdaáætluninni að útbúa eldisstöð með hringlaga körum og prufukeyra. Niðurstöður úr þessum tveimur verkefnum munu síðan vera notaðar til að leggja mat á kosti og ókosti þessar tveggja karagerða.