Verkþættir

Lýsing á helstu verkþáttum:

 

Verkþáttur 1. Öflun upplýsinga, upplýsingamiðlun og undirbúningur:

Hér er gert ráð fyrir að forsvarsmenn þriggja bleikjueldisstöðva og afli upplýsinga frá strand- og landeldisstöðvum á Spáni og Frakklandi. Jafnframt verður gerð heimildarleit á vefnum og útbúin vefsíða fyrir verkefnið.  Í þessum verkhluta verður endanlega gengið frá skipulagningu á fjórum vinnufundum. Á vinnufundunum munu ákveðnir aðilar sjá um undirbúningsvinnu og kynna sýnar niðurstöður fyrir öllum þátttakendum, farið verður yfir niðurstöður og tillögur framsögumanna í hópavinnum og komist að sameiginlegri niðurstöðu eins og hægt er hverju sinni.

 

Verkþáttur 2. Líffræðilegar forsendur og hönnun eldiseininga:

Í þessum verkhluta verður tekið fyrir líffræðilegar forsendur bleikjueldis sem nýtist við hönnun og skipulag. Lagt verður mat á hvaða  karagerð og karastærð hentar best fyrir hinar mismunandi stærðir á bleikju. Henta lengdastraumskör betur til bleikjueldis en hringlaga kör?

 

Verkþáttur 3. Vatnslagnir, meðhöndlun og hreinsun vatns:

 Hér verður farið yfir hvernig  hagkvæmast er að flytja vatn að og frá eldiseiningu. Jafnframt verður skoðað hvernig best er að standa meðhöndlun (loftun og súrefnisbæting) á vatni í eldiskörum og á milli eldiseininga. Gert er ráð fyrir einfaldri hreinsun á vatni án lífhreinsis og lagt mat á hagkvæmustu lausn á hreinsun vatns á milli eldiseininga.

 

Verkþáttur 4. Skipulag stöðvarinnar og meðhöndlun á fiski:

Í þessum verkhluta verður komið með tillögur á val á búnaði og fyrirkomulag fyrir flutning á fiski, stærðarflokkun, fóðrun og slátrun.  Einnig verða útbúnar fyrirkomulagsteikningar fyrir bleikjueldisstöð.

 

Verkþáttur 5. Hönnun og hreinsun á frárennsli:

Hér verður farið yfir útfærslur og komið með tillögur um hreinsun á frárennslisvatni landeldisstöðva. Jafnframt skoðaðir möguleikar á nýtingu úrgangs frá landeldisstöðvum.

 

Verkþáttur 6. Tillögur og birting:

Miðlun á niðurstöðum og tillögum verkefnisins. Gefin verður út skýrsla og niðurstöður kynntar á sérstökum kynningarfundi..

Titilsíða