Fréttir

03.05.2004  Fiskeldisráðstefna, 22. október

Ráðstefna haldin af Fiskeldishópi AVS og Landsambandi fiskeldisstöðva, Hótel Loftleiðum, 22. október 2004

Markmið með ráðstefnunni:

  • Gefa yfirlit yfir stöðu einstakra eldistegunda

  • Meta samkeppnishæfni viðkomandi eldistegundar í alþjóðlegu samhengi

  • Koma með tillögur að mikilvægum rannsókna- og þróunarverkefnum

  • Greina frá öðrum mikilvægum verkefnum til að tryggja framgang tegundarinnar í íslensku fiskeldi

Rástefnunni er ætlað að vera fyrsta skref Fiskeldishóps AVS í að skilgreina aðrar eldistegundir en þorsk sem mikilvægt er að njóti forgangs við úthlutun úr AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi. Fiskeldishópur AVS mun síðan vinna áfram með þær upplýsingar sem koma fram á ráðstefnunni og velja eldistegund sem hentar best íslensku fiskeldi og er líklegust til að gefa mestan arð á næstu árum og áratugum.

 


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík