Fréttir

Verðlaun fyrir besta veggspjaldið á ráðstefnu European Aquaculture Society

Evrópsku fiskeldissamtökin (European Aquaculture Society) héldu árlega vísindaráðstefnu sína undir yfirskriftinni Biotechnologies for quality í Barcelóna 20-23 október s.l. Á ráðstefnunni voru flutt yfir 100 erindi og nýjar rannsóknir í fiskeldi kynntar á yfir 300 veggspjöldum. Frá Íslandi sóttu vísindamenn frá Keldum, Akvaplan-niva, HÍ og líftæknifyrirtækinu Prokaria ráðstefnuna. Prófessor Albert Imsland hlaut verðlaun fyrir besta veggspjald ráðstefnunnar þar sem hann kynnti rannsóknir sínar og samstarfsmanna sinna á vexti og vaxtarbreytileika mismunandi blóðrauðaarfgerða hjá þorski. Veggspjaldið er hægt að sækja hér.


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík