Fréttir

ETI FISH - Nýsköpun í sjávarútvegi

Evrópuverkefnið ETI FISH hefur það að markmiði að efla vitund lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan sjávarútvegsgeirans um möguleika rannsóknarsamstarfs í Evrópu og Evrópuverkefna. Það verður gert með opnum fundum, fyrirtækjaheimsóknum,  greiningu tækniþarfa, skipulagðri samstarfsleit (Partner Search hér til hliðar) og fyrirtækjastefnumótum í tengslum við evrópskar sjávarútvegssýningar. 

Öll fyrirtæki innan sjávarútvegs- og fiskelldisgeirans (og þar með talin öll fyrirtæki í stoðþjónustu) falla undir verkefnið.

Tímasetning og staður kynningafunda

14.9 Reykjavík, Iðntæknistofnun, kl. 10:00-12:00
15.9 Ísafjörður, Hótel Ísafjörður, 10:15-12:00
16.9 Akureyri, Hótel KEA, 10:00-12:00
17.9 Neskaupstaður, Egilsbúð, 10:15-12:00

Heimasíða verkefnisins: www.impra.is/fish

 

 

 

 


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík