Fréttir

10.05.2004  Námskeið í bleikjueldi á vegum Hólaskóla

Föstudaginn 14. maí kl. 9-17 verður haldið námskeið um bleikjueldi á vegum Hólaskóla. Námskeiðið verður haldið í nýju sjávarfræðasetri Hólaskóla á hafnarbakkanum á Sauðárkróki (gamla Skjaldarhúsinu).  Fjallað verður um núverandi stöðu í bleikjueldi. Farið verður í allan

eldisferilinn frá hrognatöku, fjallað um seiða- og matfiskeldi, slátrun og vinnslu. Einnig verður fjallað um vatnstöku og meðhöndlun vatns, helstu sjúkdóma og nokkrar rekstrarlegar forsendur.

Umsjón með námskeiðinu hefur Ólafur Sigurgeirsson.

Áhugasamir skrái sig í Hólaskóla í síma 455-6300 eða í tölvupósti

solrun@holar.is eigi síðar en 11. maí.

 

 

 


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík