Fréttir 22.12.2004

Markáætlun Fiskeldishóps AVS

Síðastliðið sumar auglýsti Rannsóknamiðstöð Íslands eftir tillögum um markáætlun.  Fiskeldishópur AVS sendi inn áætlunina ,,Þorskeldi og sjávarútvegur".   Alls bárust 35 tillögur.   Tillaga Fiskeldishóps AVS var á meðal þeirra 10 tillagna sem héldu áfram á öðru stigi umfjöllunar og mats.  Í umfjöllun nefndarinnar var tillagan talin framsækin og vel grunduð og verkefni henni tengd líkleg til þess að ná árangri m.a. á vettvangi opinberra samkeppnisjóða (Rannsóknasjóðs. Tækniþróunarsjóðs og AVS).  Þær tvær tillögur sem vísindanefnd og tækninefnd leggja til að myndi grunn að nýrri markáætlun bera yfirskriftirnar Hagnýting erfðafræðiþekkingar í þágu heilbrigðis og Örtækni.

 


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík