Fréttir 03.03.2005

Albert Imsland stýrir nýju Evrópusambandsverkefni um þauleldiskerfi

Prófessor Albert Imsland og samstarfsfélagar hlutu nýverið 80 milljóna CRAFT styrk frá Evrópusambandinu. Albert mun stýra verkefninu. Alls bárust 869 umsóknir um styrki og voru 92 verkefni styrkt. Verkefnið nefnist: “A hyper-intensive fish farming concept for lasting competitiveness and superior production”. Að verkefninu koma fimm rannsóknastofnanir frá Íslandi, Noregi, Englandi, Portúgal og Spáni, ásamt tíu fiskeldisfyrirtækjum í sömu löndum. Markmiðið er að vinna að uppsetningu og þróun nýrra framleiðsluaðferða og eldiskerfa fyrir þauleldi á landi. Unnið verður með átta eldistegundir og hentug eldiskerfi þróuð fyrir hverja tegund. Frá Íslandi taka Hlýri ehf á Neskaupstað og Fiskey ehf þátt. Hlýri mun vinna að þróunarvinnu í eldi á hlýra í grunnum eldisrennum og Fiskey mun taka þátt í prófun á eldi lúðu við lága seltu.

 

 

Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík