Ráðstefnan ,,Vænlegar eldistegundir í íslensku fiskeldi: Staða einstakra eldistegunda og þörf á rannsókna- og þróunarvinnu” var ætlað að vera fyrsta skref Fiskeldishóps AVS í að skilgreina aðrar eldistegundir en þorsk sem mikilvægt væri að nytu forgangs við úthlutun úr AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi. Næsta skref Fiskeldishóps AVS var síðan að vinna áfram með þær upplýsingar sem koma fram á ráðstefnunni og velja eldistegundir sem henti best íslensku fiskeldi og eru líklegastar til að gefa mestan arð á næstu árum og áratugum. Í þessari skýrslu eru teknar fyrir 11 eldistegundir og lagt mat á hvaða tegundir henti best íslensku fiskeldi og mikilvægt væri að styrkja í rannsókna- og þróunarverkefnum með úthlutun úr AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi.
Niðurstaðan er sú að mælt er með að við úthlutun úr AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi verði:
- Aðaláhersla lögð á bleikju, lax, þorsk og lúðu.
- Ákveðin viðfangsefni fyrir hlýra og sandhverfu styrkt.
Ekki er mælt með styrkveitingum til R&Þ fyrir ál, sæeyra, krækling, ígulker og ýsu. Haft skal í huga að þetta mat er í stöðugri endurskoðun og er því mælt með að sótt sé um fyrir aðrar eldistegundir en Fiskeldishópur AVS hefur sett tímabundið í forgangsröðun.
Skýrsluna er hægt að sækja hér
.