Fréttir 28.09.2005

Tólfta alþjóðlega ráðstefna EAFP (European Association of Fish Pathologists) um sjúkdóma í fiski og skelfiski, war haldin dagana 11-16. September 2005 í SAS Radison ráðstefnumiðstöðinni í Fredriksberg, Kaupmannahöfn.

Samtökin halda þessa ráðstefnu annað hvert ár. Að þessu sinni sóttu ráðstefnuna um 500 manns frá um 40 löndum. Fjögur yfirlitserindi, 150 erindi og 240 veggspjöld voru kynnt á ráðstefnunni, en auk þess voru 13 stutt námskeið (workshops) á ráðstefnunni.

Frá Keldum sóttu ráðstefnuna fimm vísindamenn og dýralæknir fisksjúkdóma. Fulltrúar Keldnahópsins fluttu tvo erindi og kynntu 10 veggspjöld á ráðstefnunni. Auk þess var Keldnakona fundarstjóri í fyrirlestraröð um ónæmisfræði og erfðir ónæmiskerfisins.

Fimm pósterar voru verðlaunaðir á grundvelli vísindalegs gildis verkefnis og gæða kynningar. Tvenn verðlaun komu í hlut Keldnamanna. Bæði veggspjöldin kynntu verkefni, sem eru hluti af MS verkefnum þeirra Helgu Árnadóttur og Bryndísar Björnsdóttur. Bryndís lauk MS námi sínu í október 2004 og hóf þá doktorsnám á Keldum, en Helga er á lokaspretti í sínu námi. Umsjónakennari þeirra beggja í MS og PhD námi er Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir.

Verðlaunaveggspjöldin eru:

Pathology of atypical furunculosis and winter ulcers in turbot (Scophthalmus maximus)                                                                       

B. Björnsdóttir*, S. H. Bambir, S. Gudmundsdóttir and B. K. Gudmundsdóttir      Institute for Experimental Pathology, University of Iceland, Keldur, Reykjavík, Iceland

 

og

 

Comparison of the virulence of Aeromonas salmonicida subsp. achromogenes and its isogenic AsaP1 defective mutant in Salmon (Salmo salar) and Cod (Gadus morhua).

H. Árnadóttir*,1, S. Burr2, V. Andrésdóttir1, J. Frey2 and B. K. Guðmundsdóttir1.

1 Institute for Experimental Pathology, University of Iceland, Keldur, Reykjavík, Iceland

2 Institute for Veterinary Bacteriology, University of Bern, Switzerland.

 

 

 

Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík