Tólfta alþjóðlega ráðstefna EAFP (European Association of Fish Pathologists) um sjúkdóma í fiski og skelfiski, war haldin dagana 11-16. September 2005 í SAS Radison ráðstefnumiðstöðinni í Fredriksberg, Kaupmannahöfn.
Samtökin halda þessa ráðstefnu annað hvert ár. Að þessu sinni sóttu ráðstefnuna um 500 manns frá um 40 löndum. Fjögur yfirlitserindi, 150 erindi og 240 veggspjöld voru kynnt á ráðstefnunni, en auk þess voru 13 stutt námskeið (workshops) á ráðstefnunni.
Frá Keldum sóttu ráðstefnuna fimm vísindamenn og dýralæknir fisksjúkdóma. Fulltrúar Keldnahópsins fluttu tvo erindi og kynntu 10 veggspjöld á ráðstefnunni. Auk þess var Keldnakona fundarstjóri í fyrirlestraröð um ónæmisfræði og erfðir ónæmiskerfisins.
Fimm pósterar voru verðlaunaðir á grundvelli vísindalegs gildis verkefnis og gæða kynningar. Tvenn verðlaun komu í hlut Keldnamanna. Bæði veggspjöldin kynntu verkefni, sem eru hluti af MS verkefnum þeirra Helgu Árnadóttur og Bryndísar Björnsdóttur. Bryndís lauk MS námi sínu í október 2004 og hóf þá doktorsnám á Keldum, en Helga er á lokaspretti í sínu námi. Umsjónakennari þeirra beggja í MS og PhD námi er Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir.
Verðlaunaveggspjöldin eru:
Pathology of atypical furunculosis and winter ulcers in turbot (Scophthalmus maximus)
B. Björnsdóttir*, S. H. Bambir, S. Gudmundsdóttir and B. K. Gudmundsdóttir Institute for Experimental Pathology, University of Iceland, Keldur, Reykjavík, Iceland
og
H. Árnadóttir*,1, S. Burr2, V. Andrésdóttir1, J. Frey2 and B. K. Guðmundsdóttir1.
1 Institute for Experimental Pathology, University of Iceland, Keldur, Reykjavík, Iceland
2 Institute for Veterinary Bacteriology, University of Bern, Switzerland.