Fréttir

04.02.2006  Hlýtur 100 milljónir til þorskeldisrannsókna frá norska rannsóknarráðinu

Nýverið ákvað stjórn norska rannsóknarráðsins að styrkja verkefnið “Progressive, modern production of juvenile Atlantic cod” sem nemur 100 milljónum íslenskum króna. Verkefnisstjóri verkefnisins er Prófessor Albert Kjartansson Imsland.

Eins og hérlendis hefur framleiðsla hágæða þorskseiða í Noregi verið sá þröskuldur sem ekki hefur enn tekist að alfarið að yfirstíga. Sérstaklega hefur framleiðsla sem byggir alfarið á stríðeldi verið misjöfn að gæðum, þó að gæðin fari vissulega batnandi. Verkefninu er því beint á ýmsar hliðar þorskseiðaframleiðslu og í því leiða saman krafta sína fjórir háskólar og sex þorskeldisfyrirtæki. Markmiðið er að bæta gæði þorskseiða verulega og gera framleiðsluna mun fyrirsjáanlegri en nú er. Í verkefninu verður unnið náið með þá þætti sem bætt geta seiðagæði, skilgreint hvaða líffræði- og lífefnafræðilegu þættir einkenna góð og slæm seiði og unnið að bættri skipulagningu framleiðslunnar. Í Noregi þarf að flytja seiði um langan veg og verður því í verkefninu kannað hvernig bæta megi flutning seiða.

Niðurstöður verkefnisins verði opinberar og  stefnt er að því að gera þær aðgengilegar um leið og þær séu fullunnar. Þær ættu því að nýtast eldisfyrirtækjum hérlendis að sama skapi og norskum fyrirtækjum.

 

 


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík