14.09..2008 Skráning á alþjóðlega þorskeldisráðstefnu
Nú er búið að skrá rúmlega 100 þátttakendur á ráðstefnuna Cod farming in Nordic countries sem halda á dagana 30 september og 1 október.
Um 60% þeirra sem hafa skráð sig eru frá Noregi, Danmörku, Færeyjum, Svíþjóð, Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi og Þýskalandi. Flestir eru frá Noregi eða 40 talsins.
Íslendingar eru seinir að skrá sig eins og vanarlega. Á sambærilegri ráðstefnu árið 2005 voru Íslendingar í meirihluta.