Fréttir

28.05.2008  Byggðastofnun styrkir kræklingarækt og þorskeldi

Byggðastofnun hefur gengið frá styrkveitingum og hlutafjárframlögum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009.
Alls voru 200 milljónir króna til úthlutunar, 100 milljónir fyrir hvort ár. Alls bárust 253 umsóknir samtals að fjárhæð 1.528. mkr. Alls hlutu 69 verkefni styrk.  Nokkrar umsóknir eru til frekari skoðunar.

Til þorskeldis og kræklingaræktar veitt Byggðastofnun um 43 milljónum króna. Samtals voru styrkt sex kræklingaverkefni um 19,5 milljónir króna og einnig sex þorskeldistengd verkefni upp á 23 milljónir króna.

Umsækjandi

Staður

Heiti verkefnis

Upphæð

Íslensk bláskel ehf.

Stykkishólmur

Markaðsátak íslenskrar bláskeljar

4.000.000

Bláskeljaklasi Vestfjarða

Ísafjörður

Vöruþróun og ræktun á bláskel

3.000.000

Oddi hf.

Patreksfjörður

Vöruþróun og markaðssetning á eldisþorski

3.400.000

Þórsberg ehf.

Tálknafjörður

Flutningur á lifandi eldisfiski

3.000.000

Þóroddur ehf.

Tálknafjörður

Seiðaeldisstöð

5.000.000

Tungusilungur ehf.

Tálknafjörður

Vöruþróun og fullvinnsla eldisafurða

400.000

Marbendill ehf.

Akureyri

Ræktun kræklings og vinnsla í Hrísey

3.500.000

Norðurskel ehf.

Hrísey

Vinnsla og markaðssetning bláskeljar

4.000.000

Langanesbyggð

Þórshöfn

Kræklingaeldi í Þistilfirði og Bakkaflóa

2.500.000

Vopnfiskur ehf.

Vopnafjörður

Þróun eldisgildra fyrir þorskeldi

4.000.000

Þorskeldi

Mjóifjörður

Þróun á seiðaeldi

4.000.000

Þorskeldi ehf.

Djúpivogur

Veiðar á þorski til áframeldis

4.000.000

 

Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík