Grænhöfði - Kajakleiga á Flateyri
Grænhöfði rekur myndalega kajakleigu með fjölda báta og er ýmist hægt að fá þá með eða án leiðsagnar. Önundarfjörður er kjörinn  til kajakróðra, fuglalíf er afar fjölbreytt og í kvöldkyrrðinni er fátt sem kemur í stað þess að heyra þögnina hljóma meðan horft er á stórfenglegt sólarlagið. Innar í firðinum er sandfjara þar sem hægt er að gleyma sér daglangt. Á sólríkum dögum má sjá nokkurn fjölda fólks busla þar í sjónum. 

Ekki er óalgengt að selir og smærri hvalategundir syndi við hlið bátanna þegar róið er um fjörðinn.

 

Grænhöfði skipuleggur ferðir fyrir hópa og er vinsælt í lengri ferðum að taka land einhversstaðar við fjörðinn þar sem safaríkar steikur bíða á grillinu eða kaffihlaðborð. Allt eftir óskum hvers og eins.

 

Grænhöfði
Ólafstúni 7
425 Flateyri
                                          

Netfang: kajak@simnet.is
Símar: 456 7762 – 863 7662 – 861 8976

Vefsíða: http://kajaktravel.net