Þorskeldiskvóti

Fundur á Grundafirði 11.-12. nóvember 2004

Fundurinn er liður í þorskeldiskvótaverkefni Hafrannsóknastofnunarinnar.  Markmiðið með vinnu Hafrannsóknastofnunar í þessu verkefni er að:

  • Samræma söfnun og úrvinnslu gagna aðila sem fengu úthlutað þorskeldiskvóta

  • Gefa árlega út skýrslu til að tryggja að sú þekking sem hefur aflast varðveitist

  • Stuðla að þekkingarmiðlun á milli þorskeldisfyrirtækja

  • Fá fram tillögur um mikilvæg rannsókna- og þróunarverkefni

 Á fundinn sem haldinn var í nýjum glæsilegum fundarsal Sögumiðstöðvar Eyrbyggja á Grundarfirði mættu 30 manns.   Á fundinn var boðið starfsmönnum fyrirtækja sem eru með þorskeldi og einnig sérfræðingum sem héldu erindi. Hér að neðan er að finna nokkur af erindunum sem voru haldin á fundinum.

 


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík