Um
verkefnið
Á árinu 2007
verður endurskoðuð stefnumótun fyrir þorskeldi sem gerð var í Reykholti árið
2002.
Megið
markmið verkefnisins ,,Stöðumat og stefnumótun fyrir þorskeldi" er
að:
-
Gefa yfirlit yfir stöðu
og framtíðaráform í þorskeldi á Íslandi og samkeppnislöndum.
-
Meta samkeppnishæfni
þorskeldis á Íslandi.
-
Endurskoða fyrri
stefnumótun í mikilvægum rannsókna- og þróunarverkefnum.
-
Greina frá öðrum
mikilvægum verkefnum til að tryggja framgang þorskeldis á Íslandi.
Vinnunni verður skipt upp í fjóra hluta:
-
Tekin
verður saman skýrsla sem ætlað er að gefa yfirlit yfir stöðu
þekkingar til að auðvelda vinnu faghópa við val á mikilvægum R&Þ
verkefnum fyrir þorskeldi.
-
Faghópar
skilgreina mikilvæg R&Þ verkefni og skipta þeim í alþjóðleg
viðfangsefni og verkefni sem eingöngu verða unnin hér á landi án
þess að forgangsraða þeim. Þessi verkhluti verður unnin mánuðina
september og október.
-
Tveggja
daga ráðstefna þar sem kynntar verða tillögur faghópa og jafnframt
helstu rannsóknaverkefni í þorskeldi. Ráðstefnan verður haldin
29.-30. nóvember á Grand Hótel.
-
Fiskeldishópur AVS útbýr stefnumótun fyrir þorskeldi, byggt á
tillögum faghópa og ráðstefnugesta.
Hægt er að
sækja pdf-skjal um skipulagningu verkefnisins
hér:
Verkefnisstjóri verkefnisins er Valdimar Ingi Gunnarsson (valdimar@sjavarutvegur.is)
|