ELDISAÐSTÆÐUR

Yfirlit

Hafís

Á heimasíðu Veðurstofu Íslands er hægt að sækja upplýsingar um hafís við Ísland. Einnig er bent á Hafísupplýsingar Veðurstofu Íslands.   Hafís hefur ekki ennþá valdið tjóni í sjókvíaeldi.

 

Lesefni:

Lagnaðarís

Rekís hefur valdið tjóni á nokkrum sjókvíaeldisstöðvum.  Engar nýlegar greinar eða skýrslur eru til um lagnaðarís. Eitt verkefni er styrkt af AVS sjóðnum ,, Myndun lagnaðaríss í fjörðum á Íslandi"

 

 

Marglyttur

Þær hafa valdið afföllum á eldisfiski á Austfjörðum. Litlar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á marglyttum hér við land sérstaklega nú á síðustu árum.  Engar nýlegar greinar eða skýrslur eru til um marglyttur.  Eitt verkefni er nú styrkt af AVS sjóðnum ,,Brennihvelja á Íslandsmiðum".

 

 

Sjávarhitamælingar

Allt frá árinu 1987 hefur Hafrannsóknastofnunin framkvæmt sjávarhitamælingar við strendur Íslands. Með þessum mælingum hefur fengist gott yfirlit yfir sjávarhitastig í mörgum fjörðum á landinu.  Lágur sjávarhiti hefur valdið afföllum á eldisfiski í sjókvíum við vestanvert landið.  Hátt sjávarhitastig hefur einnig valdið afföllum á eldisfiski en það er þó mun óalgengara.

 

Lesefni:

 

Skaðlegir þörungar

Skaðlegir þörungar hafa valdið afföllum í nokkrum sjókvíaeldisstöðvum hér við land.  Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á skaðlegum þörungum.  Nú hefur verið komið upp upplýsingavef um vöktun eiturþörunga.  Eitt verkefni er styrkt af AVS sjóðnum ,,Sambandið á milli gróðurframvindu eiturþörunga í sjó.."

 

Lesefni:

 

Straumamælingar

Straummælingar hafa aðallega verið gerðar í íslenskum fjörðum á vegum Hafrannsóknastofnunar og einnig hefur Akvaplan Niva verið með þjónustumælingar fyrir eldisfyrirtæki.

 

Lesefni:

 

Öldumælingar

Á vef Siglingastofnunar er að finna upplýsingar um ölduhæð á nokkrum stöðum við landið.

 


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík