ELDISAÐSTÆÐUR
Yfirlit
-
Valdimar Ingi Gunnarsson og Karl Gunnarsson 2007. Umhverfismál og eldistækni. bls. 41-76. Í, Valdimar Ingi Gunnarsson (ritstjórn). Staða þorskeldis á Íslandi, samkeppnishæfni og stefnumótun rannsókna- og þróunarstarfs. Útgefandi, Sjávarútvegsþjónustan ehf.
- Valdimar Ingi Gunnarsson 2008. Reynsla af sjókvíaeldi á Íslandi. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit 136. 52 bls.
Hafís
Á heimasíðu Veðurstofu Íslands er hægt að sækja upplýsingar um hafís við Ísland. Einnig er bent á Hafísupplýsingar Veðurstofu Íslands. Hafís hefur ekki ennþá valdið tjóni í sjókvíaeldi.
Lesefni:
-
Þór Jakobsson, Eiríkur Sigurðsson, Sigþrúður Ármannsdóttir og Sigríður Sif Gylfadóttir 2002. Hafíshætta með tilliti til siglinga úti fyrir Norðurlandi. Unnið fyrir Fjárfestingarstofuna - orkusvið. Veðurstofa Íslands, Greinargerð 02002. 68 bls.
-
Þór Jakobsson 2004. Hafís og lagnaðarís við strendur Íslands með tilliti til þorskeldis. Í: Björn Björnsson & Valdimar Ingi Gunnarsson (ritstj.), Þorskeldi á Íslandi. Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit 111:21-28.
Rekís hefur valdið tjóni á nokkrum sjókvíaeldisstöðvum. Engar nýlegar greinar eða skýrslur eru til um lagnaðarís. Eitt verkefni er styrkt af AVS sjóðnum ,, Myndun lagnaðaríss í fjörðum á Íslandi"
Þær hafa valdið afföllum á eldisfiski á Austfjörðum. Litlar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á marglyttum hér við land sérstaklega nú á síðustu árum. Engar nýlegar greinar eða skýrslur eru til um marglyttur. Eitt verkefni er nú styrkt af AVS sjóðnum ,,Brennihvelja á Íslandsmiðum".
Allt frá árinu 1987 hefur Hafrannsóknastofnunin framkvæmt sjávarhitamælingar við strendur Íslands. Með þessum mælingum hefur fengist gott yfirlit yfir sjávarhitastig í mörgum fjörðum á landinu. Lágur sjávarhiti hefur valdið afföllum á eldisfiski í sjókvíum við vestanvert landið. Hátt sjávarhitastig hefur einnig valdið afföllum á eldisfiski en það er þó mun óalgengara.
Lesefni:
-
Steingrímur Jónsson 2004. Sjávarhiti, straumar og súrefni í sjónum við strendur Íslands. Í: Björn Björnsson & Valdimar Ingi Gunnarsson (ritstj.), Þorskeldi á Íslandi. Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit 111: 9-20.
-
Björn Björnsson 2004. Áhrif hækkandi hita á vaxtarhraða hjá eldisfiski í sjókvíum við Ísland. Í: Þættir úr vistfræði sjávar 2003. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit 101: 33-36.
-
Trausti Jónsson 2003. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti. Veðurstofa Íslands. Greinargerð
03013. 14 bls. -
Stefán S. Kristmannsson 1991. Sjávarhitamælingar við strendur Íslands 1989-1990. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit 24: 105 s.
-
Stefán S. Kristmannsson 1989. Sjávarhitamælingar við strendur Íslands 1987-1988. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit 17: 102 s.
-
Stefán S. Kristmannsson 1983. Hitastig, selta og vatns- og seltubúskapur í Hvalfirði 1947-1978. Hafrannsóknastofnun, Fjölrit 9: 27 s.
Skaðlegir þörungar hafa valdið afföllum í nokkrum sjókvíaeldisstöðvum hér við land. Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á skaðlegum þörungum. Nú hefur verið komið upp upplýsingavef um vöktun eiturþörunga. Eitt verkefni er styrkt af AVS sjóðnum ,,Sambandið á milli gróðurframvindu eiturþörunga í sjó.."
Lesefni:
-
Agnes Eydal 2003. Áhrif næringarefna á tegundasamsetningu og fjölda svifþörunga í Hvalfirði. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit 99: 44 s.
-
Karl Gunnarsson (ristjóri) 2003. Umhverfisaðstæður, svifþörungar og kræklingur í Mjóafirði. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit 92: 81 s
-
Kristinn Guðmundsson o.fl. 2002. Ecology of Eyjafjörður project. Chemical and biological parameters measured in Eyjafjörður in the period April 1992-August 1993. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit 89: 129 s.
Straummælingar hafa aðallega verið gerðar í íslenskum fjörðum á vegum Hafrannsóknastofnunar og einnig hefur Akvaplan Niva verið með þjónustumælingar fyrir eldisfyrirtæki.
Lesefni:
-
Hafsteinn Guðfinnsson (verkefnisstjóri).2001. Rannsóknir á straumum, umhverfisþáttum og lífríki sjávar í Reyðarfirði frá júlí til október 2000. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit 85: 135 bls.
-
Steingrímur Jónsson 1996. Ecology of Eyjafjörður Project. Physical Parameters Measured in Eyjafjörður in the Period April 1992 - August 1993. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit 48: 160 s.
Á vef Siglingastofnunar er að finna upplýsingar um ölduhæð á nokkrum stöðum við landið.