Sjókvíaeldi
Tilraunaeldi í sjókvíum hófst í Hvalfirði árið 1972 á vegum
Fiskifélags
Íslands. Framan af var mikið um tjón og afföll í sjókvíaeldi. Leitað var
að búnaði sem hentaði og var prófuð úthafskví af Bridgestone-gerð
sem var tekin í notkun 1985 og önnur tegund úthafskvía af Farmocean-gerð
sem var tekin í notkun 1989. Reynslan af þessum kvíum var ekki góð og virtust
þær ekki henta til eldis á opnum svæðum hér við landi.
Frá 2002 hefur Vopn-fiskur hf. á Vopnafirði verið að þróa botnlæga sökkvanlega kví til föngunar og áframeldis á þorski. Einnig hefur Sæsilfur hf. verið að þróa búnað á undanförnum árum til þess að halda marglyttum frá sjókvíum.
Strandeldi
Fyrsta strandeldisstöðin tók til starfa árið 1978 að Húsatóftum við Grindavík.
Allt frá upphafi gekk reksturinn erfiðlega. Fyrsta stóra stöðin, Íslandslax
hf. tók til starfa árið 1986. Stöðin er 24.000 m³ að stærð og var þá stærsta
mannvirki sinnar tegundar í heimi. Í kjölfarið voru fleiri stöðvar byggðar
til eldis á laxi. Nú eru starfræktar þrjár stórar strandeldisstöðvar á
Stað í Grindavík, Vatnsleysuströnd, og Öxarfirði.
Það var ekki fyrr en árið 1990 að verulegt átak var gert í rannsóknum til að bæta rekstur strandeldisstöðva. Dæmi um rannsókna- og þróunarverkefni eru hönnun og skipulag strandeldisstöðva, flutningur og flokkun á fiski, endurnýting og súrefnisbæting.
Ný rannsókna- og þróunarverkefni
![]() | Norðurkví: Nýtt rannsóknaverkefni hjá Matís (2008- ) |
![]() | Framleiðslustýring fiskeldis. Verkefnisstjórn, Vaki hf. og styrkt af Tækniþróunarsjóði árið 2007. |
Skýrslur og fræðsluefni
![]() |
Besta fáanleg tækni (BAT) við fiskeldi á Norðurlöndum. TemaNord 2008:545 |
![]() |
Valdimar Ingi Gunnarsson 2008. Reynsla af sjókvíaeldi á Íslandi. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit 136. 52 bls. |
![]() |
Valdimar Ingi Gunnarsson og Karl Gunnarsson 2007. Umhverfismál og eldistækni. bls. 41-76. Í, Valdimar Ingi Gunnarsson (ritstjórn). Staða þorskeldis á Íslandi, samkeppnishæfni og stefnumótun rannsókna- og þróunarstarfs.Útgefandi, Sjávarútvegsþjónustan ehf. |
![]() |
Geir Ágústsson 2004. Design considerations and loads on open ocean fish cages south of Iceland. MS ritgerð í vélaverkfræði. Háskóli Íslands. |
![]() |
Valdimar Ingi Gunnarsson 2003. Slysasleppingar: Áhættuþættir og verklagsreglur fyrir sjókvíaeldisstöðvar. Sjávarútvegurinn, Vefrit um sjávarútvegsmál 3(1):1-16. |