UMHVERFISMÁL OG FISKELDI

Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á umhverfismálum fiskeldis á Íslandi. Um er að ræða rannsóknir sem þarf að gera vegna starfsleyfis og vöktun á umhverfi við sjókvíaeldisstöðvar. Þar er fylgst með uppsöfnun lífrænna efna og breytingu á botndýralífi undir og í nágrenni sjókvía.  Þessar rannsóknir m.a. unnar af Náttúrustofu Vestfjarða og Líffræðistofnun Háskóla Íslands. Á vegum Hafrannsóknastofnunnar eru eitraðir þörungar vaktaðir í nokkrum fjörðum og á vegum stofnunnar er sérstök vefsíða ,,Upplýsingavefur um vöktun eitraðra þörunga".

Skaðleg áhrif eldisfiska á náttúrulega fiskstofna hefur verið mikið í umræðunni. Hér er aðallega um að ræða hugsanleg neikvæð áhrif eldislaxa á náttúrlega laxastofna og hefur Landbúnaðarstofnun (áður veiðimálastjóri) birt nokkrar skýrslur um þetta efni.

Rannsókna og þróunarverkefni

Skýrslur og fræðsluefni

 


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík