Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á umhverfismálum fiskeldis á Íslandi. Um er að ræða rannsóknir sem þarf að gera vegna starfsleyfis og vöktun á umhverfi við sjókvíaeldisstöðvar. Þar er fylgst með uppsöfnun lífrænna efna og breytingu á botndýralífi undir og í nágrenni sjókvía. Þessar rannsóknir m.a. unnar af Náttúrustofu Vestfjarða og Líffræðistofnun Háskóla Íslands. Á vegum Hafrannsóknastofnunnar eru eitraðir þörungar vaktaðir í nokkrum fjörðum og á vegum stofnunnar er sérstök vefsíða ,,Upplýsingavefur um vöktun eitraðra þörunga".
Skaðleg áhrif eldisfiska á náttúrulega fiskstofna hefur verið mikið í umræðunni. Hér er aðallega um að ræða hugsanleg neikvæð áhrif eldislaxa á náttúrlega laxastofna og hefur Landbúnaðarstofnun (áður veiðimálastjóri) birt nokkrar skýrslur um þetta efni.
Rannsókna og þróunarverkefni
- Áhrif þorskeldis á villta stofna: samkeppni um svæði og fæðu. Styrkt af AVS árið 2008.
- Umhverfisáhættumat efna í fiskeldi
- Áhrif eldis á umhverfi og villta stofna
- Hrygningaratferli og mökunartíðni eldis og villtra þorska
Skýrslur og fræðsluefni
- Valdimar Ingi Gunnarsson og Karl Gunnarsson 2007. Umhverfismál og eldistækni. bls. 41-76. Í, Valdimar Ingi Gunnarsson (ritstjórn). Staða þorskeldis á Íslandi, samkeppnishæfni og stefnumótun rannsókna- og þróunarstarfs. Útgefandi, Sjávarútvegsþjónustan ehf.
-
Guðrún Marteinsdóttir, Heiðrún Guðmundsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Anna K. Daníelsdóttir, Þóroddur F. Þóroddsson og Leó A. Guðmundsson 2007. Lokaskýrsla vegna AVS verkefnisins: Áhrif eldis á umhverfi og villta stofna. Háskóli Íslands, Umhverfisstofnun, Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnunin og Skipulagsstofnun. 34 bls.
- Valdimar Ingi Gunnarsson og Eiríkur Beck 2005. Kynþroskahlutfall, örmerkingar og endurheimtur á eldislaxi á árinu 2004. Veiðimálastjóri. EV-2005-001. 16 bls.
- Björgin Harri Bjarnason. 2004. Botnrannsóknir undir og við fiskeldiskvíjar í Mjóafirði 2001-2004. Skýrsla Sæsilfur hf. Mjóafirði. 5 bls
- Björgin Harri Bjarnason og Erlendur Bogason 2004. Botnmyndataka undir og við laxeldiskvíjar Sæsilfurs. Skýrsla Sæsilfur hf. Mjóafirði. 7 bls
- Valdimar Ingi Gunnarsson og Eiríkur Beck 2004.
Slysasleppingar á eldislaxi á árinu 2003
Kynþroskahlutfall og endurheimtur. Embætti veiðimálastjóra. 18 bls. - Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórisson og Björgvin Harri Bjarnason. 2003. Botndýr við fiskeldiskvíar í Mjóafirði. Skýrsla unnin fyrir Sæsilfur (Samherji). Náttúrustofa Vestfjarða. NV nr. 12-03, 16 bls.
- Valdimar Ingi Gunnarsson 2002. Hugsanleg áhrif eldislaxa á villta laxastofna. Embætti veiðimálastjóra. 67 bls.
- Jörundur Svavarsson og Guðmundur Víðir Helgason. 2002. Líffríki á botni Mjóafjarðar. Fjölrit Líffræðistofnunar 55: 26 bls