FÓÐURFRÆÐI

Í dag eru tvö fyrirtæki sem framleiða fiskafóður en það eru Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. og Fóðurblandan hf. Flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið innan fóðurfræði fiska hafa verið gerðar af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, (nú Matís ohf.) Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Hafrannsóknastofnun og Fóðurverksmiðjunni Laxá hf.  Fyrst í stað var það aðallega RANNÍS sem styrkti fóðurrannsóknir en í dag er það einkum AVS sjóðurinn.

 

Ný rannsókna- og þróunarverkefni

Sjá rannsóknaverkefni í fóðurfærði undir einstakrar eldistegundir

 

Eldri rannsókna- og þróunarverkefni

Með uppbyggingu á Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði í byrjun sjöunda áratugarins hófust fljótlega fóðurtilraunir á laxaseiðum. Þróuð var uppskrift að kjörfóðursamsetningu fyrir laxaseiði og var þá sjónum beint að vaxtarhraða, heilbrigði og endurkomu úr hafbeit. Seinna var athugað hvernig hráefnisgæði og þurrkunaraðferð fiskmjöls þyrfti að vera svo það stæðist kröfur til framleiðslu á árangursríku fiskafóðri. Í framhaldi af því voru gerðar vaxtartilraunir á laxaseiðum þar sem athuguð voru áhrif mismikils rotamíninnihalds (biogenic amines) í fiskimjöli á vöxt og þroska laxaseiða til að leitast við að móta gæðastuðul fyrir fiskmjöl til fiskfóðurgerðar. Rannsóknir á gæðum fiskmjöls til fóðurgerðar voru bæði gerðar með vaxtartilraunum og meltanleikatilraunum.

Á níunda áratugnum var unnið að þróun votfóðurs fyrir eldislax. Með tilkomu sæeyra seinnihluta níunda áratugarins var komið á fóðurtilraunum þar sem leitað var að heppilegum þarategundum til fóðrunar. Seinna var þróað þurrfóður fyrir sæeyra. Í lok níunda áratugarins hófust fóðurtilraunir þar sem könnuð voru áhrif mismunandi fóðurtegunda (m.a. loðnu af mismunandi fituinnihaldi, mjúkfóður, meltufóður og þurrfóður) á vöxt og fóðurnýtingu hjá lúðu. Árið 1992 hófust tilraunir sem miðuðu að því að finna kjörnæringarefnahlutfall í þurrfóðri fyrir lúðu og var þá athyglinni beint að þurrfóðri fyrir smáseiði eftir myndbreytingu og aðra aldursflokka upp að 2-3 kg. Seinna var sérstaklega tekið fyrir fituinnihald í vaxtarfóðri fyrir lúðu og þá með það í huga að hámarka fituinnihaldið í fóðrinu án þess að það kæmi niður á gæðum lúðunnar sem matvöru. Þróaðar hafa verið aðferðir til að rannsaka át og meltanleika fiskafóðurs.  Sjá nýrri rannsóknir undir umfjöllun fyrir einstakar eldistegundir.

Birtar vísindagreinar og skýrslur

 


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík