HEILBRIGÐISMÁL

Rannsóknir innan fisksjúkdóma- og fiskaónæmisfræði hér á landi hafa nær eingöngu verið unnar á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.


Á vegum Matís hefur einnig verið unnið að rannsóknum innan þessa rannsóknasviðs einkum á örveruflóru í eldisumhverfi og hvernig hægt er að minnka lífrænt álag í eldisferlinu. Hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum eru rannsóknir á fisksjúkdómum þríþættar:

Sjúkdóma í eldisfiski má greina í þrennt þ. e. smitsjúkdóma, næringarsjúkdóma og sjúkdóma vegna ófullnægjandi eldisaðstæðna. Veirur hafa ekki ennþá greinst sem sjúkdómsvaldar í fiski á Íslandi, sníkjudýr hafa valdið nokkrum skaða en bakteríusjúkdómar verið skæðastir.

Rannsóknarverkefnin hafa einkum miðað að því að efla forvarnir gegn þeim sjúkdómum sem mestu tjóni hafa valdið í íslensku fiskeldi og jafnan skilað sér fljótt á hagnýtan hátt til atvinnuvegarins, auk þess sem nýrrar grunnþekkingar hefur verið aflað. Þær fisktegundir sem hafa verið rannsakaðar eru laxfiskar og í vaxandi mæli sjávarfiskar, sem eru í eldi eða taldir líklegar eldistegundir. Á sviði sýkla- og ónæmisfræði hafa rannsóknirnar einkum beinst að sjúkdómsvaldandi bakteríum, meinvirkni þeirra, vörnum fisksins, þróun og prófun bóluefna og faraldsfræði. Faraldsfræðilegar rannsóknir á sviði sníkjudýrafræði hafa einnig verið gerðar. Rannsóknaverkefni um ónæmisfræði fiska hafa einnig beinst að áhrifum umhverfis og fleiri þátta á virkni ónæmiskerfisins og að þróun þess frá eggi til fullmótaðs fisks.

Gott yfirlit yfir flestar nýjar rannsóknir innan fisksjúkdóma- og ónæmisfræði fiska er að finna í ársskýrslum Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Í ársskýrslum embættis yfirdýralæknis er einnig að finna yfirlit dýralæknis fisksjúkdóma yfir heilbrigði eldisfiska fyrir hvert ár.  Á vef Dýralæknafélags Íslands er að finna upplýsingar um fisksjúkdóma og innflutningur lagardýra.

Ný rannsókna og þróunarverkefni

Eldri rannsókna og þróunarverkefni

Birtar skýrslur, fræðsluefni og vísindagreinar

 


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík