Rannsóknir innan fisksjúkdóma- og fiskaónæmisfræði hér á landi hafa nær eingöngu verið unnar á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Á vegum
Matís hefur einnig verið unnið að rannsóknum innan þessa rannsóknasviðs einkum á örveruflóru í eldisumhverfi og hvernig hægt er að minnka lífrænt álag í eldisferlinu. Hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum eru rannsóknir á fisksjúkdómum þríþættar:
- Sjúkdómsgreining og ráðgjöf
- Heilbrigðiseftirlit
- Rannsóknir á sviði fisksjúkdóma
Sjúkdóma í eldisfiski má greina í þrennt þ. e. smitsjúkdóma, næringarsjúkdóma og sjúkdóma vegna ófullnægjandi eldisaðstæðna. Veirur hafa ekki ennþá greinst sem sjúkdómsvaldar í fiski á Íslandi, sníkjudýr hafa valdið nokkrum skaða en bakteríusjúkdómar verið skæðastir.
Rannsóknarverkefnin hafa einkum miðað að því að efla forvarnir gegn þeim sjúkdómum sem mestu tjóni hafa valdið í íslensku fiskeldi og jafnan skilað sér fljótt á hagnýtan hátt til atvinnuvegarins, auk þess sem nýrrar grunnþekkingar hefur verið aflað. Þær fisktegundir sem hafa verið rannsakaðar eru laxfiskar og í vaxandi mæli sjávarfiskar, sem eru í eldi eða taldir líklegar eldistegundir. Á sviði sýkla- og ónæmisfræði hafa rannsóknirnar einkum beinst að sjúkdómsvaldandi bakteríum, meinvirkni þeirra, vörnum fisksins, þróun og prófun bóluefna og faraldsfræði. Faraldsfræðilegar rannsóknir á sviði sníkjudýrafræði hafa einnig verið gerðar. Rannsóknaverkefni um ónæmisfræði fiska hafa einnig beinst að áhrifum umhverfis og fleiri þátta á virkni ónæmiskerfisins og að þróun þess frá eggi til fullmótaðs fisks.
Gott yfirlit yfir flestar nýjar rannsóknir innan fisksjúkdóma- og ónæmisfræði fiska er að finna í ársskýrslum Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Í ársskýrslum embættis yfirdýralæknis er einnig að finna yfirlit dýralæknis fisksjúkdóma yfir heilbrigði eldisfiska fyrir hvert ár. Á vef Dýralæknafélags Íslands er að finna upplýsingar um fisksjúkdóma og innflutningur lagardýra.
Ný rannsókna og þróunarverkefni
- Alþjóðleg ráðstefna um fisksjúkdóma og fiskaónæmisfræði
- Yfirlit yfir rannsóknaverkefni hjá sérfræðingum Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
- COST action 867 “Welfare of Fish in European Aquaculture
- Sjá rannsóknaverkefni undir eldistegundum
Eldri rannsókna og þróunarverkefni
- Yfirlit yfir verkefni er að finna í ársskýrslum Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
- Sjá einnig rannsóknaverkefni undir einstökum tegundum
Birtar skýrslur, fræðsluefni og vísindagreinar