Rannsóknir í vatnsfræði hafa flestar beinst að því að auka nýtingu vatns og varma í eldisstöðvum á landi með súrefnisbætingu, útloftun koltvísýrings og/eða efnafræðilegri fjarlægingu hans. Á síðustu árum hefur verið unnið að rannsóknum og þróun endurnýtingarkerfum þar sem grugg og ammóníak er einnig fjarlægt.
Ný rannsókna- og þróunarverkefni
-
Betri nýting vatns í bleikjueldi. Samstarfsverkefni Matís og Hólaskóla, styrkt árið 2007 af Tækniþróunarsjóð.
-
Meiri vöxtur í bleikjueldi með minni orkunotkun: Endurnýta besta vatnið. Samstarfsverkefni Hólaskóla, Hólalax hf. og Silungs hf.
Eldri rannsókna- og þróunarverkefni
-
Fiskeldi í lokuðum kerfum. Hólaskóli er, ásamt innlendum og erlendum fyrirtækjum og rannsóknastofnunum, í samstarfi við fiskeldisfyrirtækið Máka í Skagafirði. Verkefninu lauk á árinu 2003.
-
Tæknilausnir við tíföldun rúmtaks endurnýtingarkerfis í fiskeldi. Samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Máka o.fl. aðila. Verkefninu lauk 2001.
-
Þaulnýting vatns og varma í sæeyrnaeldi. Samstarfsverkefni Iðntæknistofnunar Íslands, Sæbýli og fl. Verkefninu lauk 2000.
-
Þauleldi í endurnýtingarkerfi. Samstarfsverkefni Máka og Háskóla Íslands. Verkefninu lauk árið 1996.
-
Strandeldisverkefni. Samstarfsaðilar Íslandslax hf. Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Stofnfiskur hf. og
Silfurstjarnan hf. Lokið árið 1998. -
Hámörkun vaxtarhraða miðað við kolsýrustyrk í laxeldi. Samstarfsaðilar Iðntæknistofnun Íslands og Íslandslax. Lokið árið 1996.
-
Endurnýting vatns og varma í eldi laxfiska. Samstarfsaðilar Máki, Háskóli Íslands og Silfurstjarnan. Lokið árið 1996.
-
Frí kolsýra í lúðueldi – þolmörk. Samstarfsaðilar Lífeðlisfræðistofnun Háskólans, Iðntæknistofnun Íslands og Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Verkefninu lauk árið 1996.
-
Norrænt strandeldisverkefni styrkt af Nordisk Industrifond. Lauk sennilega 1995.
Birtingar í vísindaritum, skýrslum og fræðsluefni
- Ragnar Jóhannsson 2006. Kennsluhefti í vatnsfræði. Hólaskóli. 63 bls.
- Björnsson, B. and Ólafsdóttir , S.R. 2006. Effects of water quality and stocking density on growth performance of juvenile cod (Gadus morhua L.). ICES Journal of Marine Science, 63: 326-334.
- Samantekt á verkefnum sem RANNÍS hefur styrkt