HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN

Hafrannsóknastofnunin stundar rannsóknir á eldi sjávardýra. Á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar er rekin Tilraunaeldisstöð að Stað við Grindavík. Í Tilraunaeldisstöðinni hefur á undanförnum árum verið unnið að margháttuðum rannsóknum á eldi ýmissa sjávardýra svo sem á lúðu, sæeyra, sandhverfu og þorski, bæði fjölgunar- og vaxtartilraunir, svo og sjúkdómstengdar rannsóknir. Nýlega hófst samstarfverkefni um þróun þorskseiðaeldis og kynbætur á þorski við nokkur öflug innlend fyrirtæki á sviði fiskeldis. Á vegum stofnunarinnar eru einnig rannsóknir innan kræklingarækar og umhverfisrannsóknir m.t.t. aðstæðna til sjókvíaeldis. Smellið hér til að skoða langtímaáætlun Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir árin 2002-2006 (pdf)

Rannsóknaaðstaða
Tilraunaeldisstöð að Stað við Grindavík er samtals um 1300 fermetrar að flatamáli. Tilraunarstöðin er með öllum helsta búnaði til framleiðslu fæðudýra, klaks og seiðaframleiðslu sjávarfisk.

Helstu vísindamenn
Agnar Steinarsson, líffræðingur Cand. scient. (agnar@hafro.is)
Guðrún G. Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur Ph.D. (gutho@hafro.is
Björn Björnsson, fiskifræðingur Ph. D. (bjornb@hafro.is)
Hreiðar Þór Valtýsson, fiskifræðingur M.Sc. (hreidar@unak.is)
Hjalti Karlsson, líffræðingur B.S. (hjalti@hafro.is)
Steingrímur Jónsson, haffræðingur D.sci. (steing@hafro.is)

Heimasíða: www.hafro.is


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík