TILRAUNASTÖÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Í MEINAFRÆÐI AÐ KELDUM

Rannsóknarverkefnin hafa einkum miðað að því að efla forvarnir gegn þeim sjúkdómum sem mestu tjóni hafa valdið í íslensku fiskeldi og jafnan skilað sér fljótt á hagnýtan hátt til atvinnuvegarins, auk þess sem nýrrar grunnþekkingar hefur verið aflað. Þær fisktegundir sem hafa verið rannsakaðar eru laxfiskar og í vaxandi mæli sjávarfiskar, sem eru í eldi eða taldir líklegar eldistegundir. Á sviði sýkla- og ónæmisfræði hafa rannsóknirnar einkum beinst að sjúkdómsvaldandi bakteríum, meinvirkni þeirra, vörnum fisksins, þróun og prófun bóluefna og faraldsfræði. Faraldsfræðilegar rannsóknir á sviði sníkjudýrafræði hafa einnig verið gerðar. Rannsóknaverkefni um ónæmisfræði fiska hafa einnig beinst að áhrifum umhverfis og fleiri þátta á virkni ónæmiskerfisins og að þróun þess frá eggi til fullmótaðs fisks.

Helstu sérfræðingar
Árni Kristmundsson , líffræðingur M.Sc. (arnik@hi.is)
Bergljót Magnadóttir, dýrafræðingur M.Sc /ónæmisfræðingur Ph.D. (bergmagn@hi.is)
Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, örverufræðingur Ph.D. (bjarngud@hi.is)
Matthías Eydal, sníkjudýrafræðingur B.S. (meydal@hi.is)
Sigríður Guðmundsdóttir, ónæmisfræðingur M.S. (siggag@hi.is)
Sigurður Helgason, örverufræðingur Ph.D. /fisksjúkdómafræðingur MSc, (siggih@hi.is)
Slavko H. Bambir, dýralæknir Dr.sci. (slavko@hi.is)

Heimasíða: www.keldur.hi.is


Fiskeldishópur AVS, Skúlagata 4, pósthólf 1405, 121 Reykjavík