Á Matís er unnið að fjölbreyttum rannsóknum sem tengjast nýsköpun og aukningu verðmæta við eldi dýra til manneldis. Megin áhersla hefur verið lögð á fiskeldi og í gangi er fjöldi verkefna með áherslu á framleiðslu, vinnslu og vöruþróun afurða úr eldi á helstu nytjategundum Íslendinga.
Í rannsóknum er ennfremur lögð áhersla á góð tengsl og samstarf við framleiðendur sem og sérfræðinga háskóla, stofnana og fyrirtækja. Samstarf við erlend fyrirtæki og sérfræðinga hefur markvisst verið eflt, auk þess sem nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi koma að stórum hluta verkefna sem unnið er að á deildinni.
Á meðal helstu verkefna sem unnið er að má nefna umfangsmikið alþjóðlegt rannsóknaverkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu, CodLight Tech. Unnið er að fleiri verkefnum því tengdu þar sem rannsökuð eru áhrif ljósastýringar og erfða á ótímabæran kynþroska þorsks í eldi.
Nokkur verkefni eru í gangi sem miða að því að þróa ódýrara fóður fyrir bleikju, þorsk og aðrar helstu nytjategundir fiska í eldi auk þess sem áhersla hefur verið lögð á þróun bætibakteríublöndu, lífvirkra efna og annarra vistvænna leiða til að auka lifun lirfa sjávartegunda fiska á fyrstu stigum eldisins.
Helstu vísindamenn
Rannveig Björnsdóttir, ónæmisfræði fiska og fisksjúkdómar M.Sc.rannveig.bjornsdottir@matis.is
Hélène Liette Lauzon
Heimasíða: www.rf.is