Kynbætur og ráðgjöf tengd þeim er mikilvægur þáttur í starfsemi Stofnfisks. Á vegum Stofnfisks er nú unnið að umfangsmiklum kynbótaverkefnum fyrir lax, bleikju, regnbogasilung, sæeyru og lúðu. Nýlega hófst undirbúningur að kynbótum á þorski í samstarf við ýmsar stofnanir og fyrirtæki.
Rannsóknaaðstaða
Stofnfiskur hefur aðstöðu til rannsókna- og þróunarstarfs á Hauganesi í Eyjafirði, Kollafirði á Kjalarnesi, Kalmanstjörn, Höfnum
á Reykjanesi, Vogavík, Vogum, Húsatóftum við Grindavík, Hallkelshólum í Grímsnesi og að Fiskalóni í Ölfusi. Þessi fjölbreytta aðstaða gerir vísindamönnum Stofnfisks kleyft að vinna að fjölbreyttum rannsókna- þróunarverkefnum bæði fyrir ferskvatns- og sjávarfiska.
Helstu vísindamenn:
Jónas Jónasson, fiskeldis- og fiskaerfðafræðingur Dr.sci. (jonas@stofnfiskur.is)
Theódór Kristjánsson, fiskeldi M.Sc. (theodor@stofnfiskur.is)
Heimasíða: www.stofnfiskur.is