BLEIKJUELDI
|
![]() |
Klak á bleikjuhrognum til fiskræktar hófst við Mývatn á árinu 1910. Á þriðja áratugnum voru starfandi mörg klakhús, sem framleiddu kviðpokaseiði til sleppingar í ár og vötn. Á árinu 1961 hófst framleiðsla á bleikjuseiðum í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Með auknum áhuga á bleikjueldi seinnihluta níunda áratugarins var mikil framleiðsluaukning og á árinu 1990 voru framleidd um 900 þúsund seiði (Exel skjal). Á síðustu árum hefur ekki verið safnað upplýsingum um framleiðslu á bleikjuseiðum.
Eldi á bleikju hófst hjá Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði árið 1961. Framleiðslan var í smáum stíl. Minniháttar bleikjueldi var einnig reynt á nokkrum öðrum stöðum. Það var ekki fyrr en 1987 er eldisstöðin Smári hf. í Þorlákshöfn hóf bleikjueldi í strandeldisstöð, að matfiskeldi hófst í stærri stíl.
Bleikja er að mestu alin í land- og strandeldisstöðvum og er Íslandsbleikja ehf. dótturfélag Samherja hf. með umfangmesta eldið. Framleiðslan hefur aukist jafnt og þétt úr um 470 tonnum árið 1995 upp í 1.700 tonn á árinu 2003. Á árunum 2004 og 2005 dróst framleiðslan saman (Exel skjal). Gert er ráð fyrir verulegri aukningu í framleiðslu á næstu árum og að hún verði komin upp í 2.145 tonn árið 2007 og 5.000 tonn árið 2010. Upplýsingar um rannsóknir, framleiðslu og líffræði bleiku í Evrópu og öðrum framleiðslulöndum er að finna á bleikjunetinu.
Þar sem útflutningur á silungi samanstendur af bleikju, regnbogasilungi og sjóbirtingi er ekki vitað nákvæmlega um magn og verðmæti á útfluttri bleikju. Töluverð framleiðsla var af regnbogasilungi á árunum 1996-1998 og má því gera ráð fyrir að stóran hluta útflutnings silungs sé regnbogasilungur. Nú seinni árin samanstendur útflutningur á silungi að mestu leiti af bleikju. Útflutningstekjur af bleikju náðu hámarki árið 2003, 500 milljónum króna. Samfara aukinni framleiðslu á nætu árum er gert ráð fyrir mikilli aukningu í útflutningi á bleikju (Exel skjal).
Ný rannsókna- og þróunarverkefni
-
Markaðssetning á frosinni reyktri bleikju á breska smásölumarkaðnum. Styrkt af AVS árið 2008.
-
Sanmanburður á næmi systkinahópa bleikju fyrir kýlaveikibróður. Styrkt af AVS árið 2008.
- Plöntumjöl í stað fiskimjöls í fóðri fyrir bleikju. Styrkt af AVS árið 2008.
- Íslensk bleikja á Evrópumarkað, markaðsátak 2008-2010. Styrkt af AVS árið 2008.
- Nýtt norrænt verkefni: Northcharr, Sustainable Aquaculture of Arctic charr (2008-2011)
- Vottunarreglur fyrir lífrænt fiskeldi.
- Skilgreining á kjöreldisaðstæðum á seiðastigi og í matfiskeldi á bleikju
- Markaðsátak fyrir bleikjuafurðir á erlendum mörkuðum 2007 - 2009
- Bein markaðssókn á bleikju 2007 - 2009.
- ICE-CHAR Project
- Íslensk bleikja á Bandaríkjamarkað, markaðsátak 2007-2009.
- Próteinþörf bleikju
- Nýrnaveiki í laxfiskum: greining sýkingar og framvinda sjúkdóms.
- Kynbætur á íslenskri eldisbleikju hjá Hólaskóla.
- Kynbætur á bleikju hjá Stofnfiski hf.
- Magnbundin erfðamörk í bleikju. Samstarfsverkefni Hólaskóla og erlendra aðila.
Eldri rannsókna- og þróunarverkefni
Á undanförnum fimmtán árum hafa verið stundaðar fjölbreyttar rannsóknir tengdar eldi á bleikju sem styrktar hafa verið af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, RANNÍS og ríkissjóði. Einnig hafa fengist rannsóknastyrkir frá Evrópusambandinu. Gerð er góð skil á helstu rannsóknaverkefnum fram til ársins 2005 í skýrslunni: ,,Staða bleikjueldis á Íslandi, samkeppnishæfni og stefnumótun rannsókna og þróunarstarfs" (pdf-skjal, 5.8 MB). Hér að neðan er listi yfir helstu rannsókna- og þróunarverkefni á sviði bleikjueldis sem lokið hefur verið við eftir 2005:
-
Sanmanburður á næmi systkinahópa bleikju fyrir kýlaveikibróður (2008)
-
Undirbúningsverkefni - markaðsátak fyrir bleikjuafurðir (2006)
Birtar niðurstöður rannsókna- og þróunarverkefna og fræðsluefni
Síðast uppfært: 13.05.2009