Fyrstu þorskseiðin voru framleidd í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar á árinu 1994. Yfir tímabilið 1994-2001 voru framleidd alls um 30 þúsund seiði, en nú á síðustu árum hefur framleiðslan flest árin verið um 200 þúsund seiði (Exel skjal)
Undirbúningur að kynbótum í þorskeldi er þegar hafinn hér á landi. Vorið 2003 stofnuðu nokkrir aðilar Icecod ehf. Meginmarkmið félagsins er að byggja upp kynbótaverkefni fyrir þorskeldi og bæta gæði þorskseiða til eldis. Á næstu fimm árum verður megináhersla lögð á myndun grunnstofns fyrir kynbótaverkefnið þar sem villtur klakfiskur verður veiddur allt í kringum landið og afkvæmi hans prófuð í eldi.
Tilraunir með föngun á þorskeiðum (0+ árg.) til áframeldis í Ísafjarðardjúpi hófust seinnihluta ársins 2001. Seiðin hafa verið fönguð að hausti og fyrrihluta vetrar og alin í strandeldisstöð Háafells ehf. á Nauteyri á veturna og sett í sjókvíar á vorin. Sjávarútvegsráðuneytið heimilaði föngun á einni milljón seiða á árinu 2004 sem nú eru í eldi hjá seiðaeldisstöð Háafells ehf.
Fyrstu tilraunir með söfnun á villtum þorski til áframeldis í kvíum hér á landi hófust 1992. Á vorþingi 2002 voru samþykktar breytingar á lögum nr. 38/1990 um stjórnun fiskveiða þar sem fram kemur að sjávarútvegsráðherra hafi til sérstakrar ráðstöfunar til áframeldis aflaheimildir sem nema árlega 500 lestum af óslægðum þorski á fiskveiðiárunum 2001/2002 til og með 2005/2006, sem nú hefur verið framlengt í fimm ár til viðbótar. Með úthlutun á þorskeldiskvóta hefur átt sér stað mikil aukning í áframeldi á þorski hér við landi. Öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa nú hafið þorskeldi og hefur framleiðslan aukist jafnt og þétt og var rúm 1.400 tonn árið 2006 (Exel skjal).
Tvær meginleiðir eru í þorskeldi: Annars vegar föngun og eldi á villtum þorski (áframeldi) og hins vegar framleiðsla á eldisþorski allt frá klaki að markaðsstærð (aleldi). Fram að þessu hefur framleiðsla úr aleldi verið mjög lítil en gera má ráð fyrir verulegri aukningu á næstu árum. Sumarið 2004 fóru rúmlega 200 þúsund seiði í áframhaldandi eldi í sjókvíum og strandeldi á nokkrum stöðum við landið.
Þorskur úr eldi hefur ekki nema að takmörkuðu leiti verið aðskilinn frá villtum þorski í Utanríkisverslun Hagstofu Íslands. Litlar upplýsingar eru um útflutning á þorski uppruninn úr eldi en megnið af framleiðslunni hefur verið fluttur út sem ferskur heill fiskur, flök og flakabitar (Exel skjal).
Ný rannsókna- og þróunarverkefni
-
IÁhrif þorskeldis á villta stofna: samkeppni um svæði og fæðu. Styrkt asf AVS sjóðnum árið 2008.
-
SALCOD: Áhrif seltu á vaxtarhraða, fóðurnýtingu og líffræði þorsks. Styrkt asf AVS sjóðnum árið 2008.
-
BAC erfðamengissafn úr þorski, Gadus morhua. Styrkt asf AVS sjóðnum árið 2008.
-
Samstarf um rannsóknir á sjúkdómum og ónæmiskerfi þorsks. Styrkt asf AVS sjóðnum árið 2008.
-
Alþjóðleg þorskeldisráðstefna 2008. Styrkt asf AVS sjóðnum árið 2008.
-
Ónæmiskerfi þorsks: Ónæmisviðbragð vefja við áreiti og sýkingu. Styrkt asf AVS sjóðnum árið 2008.
-
Induction of triploidy by pressure shock on Atlantic cod. Styrkt asf AVS sjóðnum árið 2008.
-
Örverudrepandi peptíð í þorski, sem varnir gegn sjúkdomum. Styrkt af AVS sjóðnum 2007
-
Þróun iðnaðarvædds þorskeldis: Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði
-
Erfðir ljóslotu og kynþroska í þorski. Prokaria og fl. Styrkt af Tækniþróunarsjóð.
-
Hjarðeldi á þorski í Arnarfirði. Hafrannsóknastofnun o.fl. Styrkt af Tækniþróunarsjóð.
-
Upplýsingar um önnur rannsóknaverkefni innan þorskeldis er að finna á thorskeldi.is.
Eldri rannsókna- og þróunarverkefni
Yfirlit yfir önnur eldri rannsókna og þróunarverkefnin er að finna í viðauka 1 í skýrslunni Staða þorskeldis á Íslandi, samkeppnishæfni og stefnumótun rannsókna- og þróunarstarfs.
Birtar niðurstöður rannsókna- og þróunarverkefna og fræðsluefni
Sjá einnig yfirlit yfir vísindagreinar á heimasíðunni thorskeldi.is